Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Katla Björk þriðja besta á Norðurlöndunum
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 17. nóvember 2021 kl. 12:03

Katla Björk þriðja besta á Norðurlöndunum

Norðurlandamót Senior í ólympískum lyftingum fór fram í Kaupmannahöfn, Danmörku 12.–13.nóvember. Keppendur frá Íslandi voru þau Árni Rúnar Baldursson (LFK), Daníel Róbertsson (LFK), Amalía Ósk Sigurðardóttir (LFM), Eygló Fanndal Sturludóttir (LFK), Helena Rut Pétursdóttir (Hengill), Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir (Hengill) og Katla Björk Ketilsdóttir frá Massa. Þjálfarar voru þeir Einar Ingi Jónsson og Ingi Gunnar Ólafsson.

Katla Björk úr Massa átti flott mót og varð í þriðja sæti í -64 kg flokki kvenna með 238,9 Sinclair stig. Hún lyfti 81 kg í snörun og 103 kg í jafnhendingu sem er nýtt Íslandsmet. Samanlagður árangur var því 184 kg sem er einnig nýtt Íslandsmet, bæði í U23 og Senior flokki kvenna.

Katla Björk hefur keppt fyrir Massa og Ísland síðan 2016 með virkilega góðum árangri. Hún á best 83 kg í snörun og nú 103 kg í jafnhendingu. Hún varð Evrópumeistari í U23 flokki kvenna í september og stefnir á HM Senior í Usbekistan í desember. Það verður virkilega spennandi að fylgjast með hvað hún gerir þar. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmyndir © Eyþór Ingi Einarsson 2021

Tengdar fréttir